Tattoo Goo Piercing Care Cleansing spreyið er sérstaklega hannað til að koma í veg fyrir sýkingar, bólgur og ör í húð- og munngötum.
Spreyið má nota útvortis, sem og innvortis í munn og stuðlar að heilbrigðri og hraðari gróun gata. Ásamt því að hjálpa til við gróun á erfiðari götunum sem eru lengur að gróa og viðkvæmari.
Flest önnur sótthreinsandi efni á markaðinum af þessari gerð eru munnskol, sem innihalda alkóhól og geta stungið mjög í opin sár, ásamt því að valda ertingu.
Spreyið okkar er laust við allt alkóhól og hefur skemmtilegt piparmyntubragð.
Notkun: Spreyið ætti að nota hóflega og þarf aðeins lítið magn af því til að drepa sýkla. Úðið aðeins einu sinni á gatið eða spreyið í eyrnapinna eða grisju og þrífið létt í kring.