Sápuna frá Tattoo Goo er bæði hægt að nota fyrir göt og húðflúr.
Sápan djúphreinsar húðina með því að fjarlægja dauðar húðfrumur og bakteríur án þess að skemma húðina. Hún er laus við ilmefni og virkar gegn sýkingum bæði í götum og húðflúrum.
Húðflúr notkun: berist á húðflúr 2 á dag og skola síðan í burtu með volgu vatni.
Götun notkun: Notist í sturtu. Berið sápu á gatið með höndum og látið bíða í stutta stund áður en hún er skoluð af.